Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 13:00
Elvar Geir Magnússon
Van de Ven sagður hugsa sér til hreyfings og stórlið fylgjast með
Micky van de Ven er 24 ára.
Micky van de Ven er 24 ára.
Mynd: EPA
Micky van de Ven, hinn eldsnöggi, stóri og stæðilegi miðvörður Tottenham, er sagðir hugsa sér til hreyfings næsta sumar. Indykaila segir að hann telji að eftir þrjú ár hjá Spurs sé tími til að færa sig um set.

Van de Ven hélt með Liverpool í æsku og það er eitt af þeim félögum sem er nefnt sem hugsanlegur áfangastaður.

Einnig eru spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona orðuð við hollenska landsliðsmanninn.

Van de Ven greindi frá því nýlega að Barcelona goðsögnin Carles Puyol hefði verið ein sín helsta fyrirmynd í æsku.

Ljóst er að Tottenham mun ekki selja Van de Ven ódýrt og það dregur úr mætti Barcelona í samkeppninni enda félagið með bundnar hendur vegna fjárhagsstöðu sinnar.
Athugasemdir
banner