Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Vardy frábær í svekkjandi jafntefli
Jamie Vardy skoraði og lagði upp
Jamie Vardy skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Cremonese 2 - 2 Cagliari
1-0 Dennis Johnsen ('4 )
2-0 Jamie Vardy ('29 )
2-1 Michel Adopo ('51 )
2-2 Yael Trepy ('88 )

Englendingurinn Jamie Vardy var allt í öllu hjá Cremonese sem gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Cagliari í Seríu A á Ítalíu í dag.

Vardy hélt á vit ævintýranna í sumar er hann samdi við Cremonese eftir að hafa spilað á Englandi allan sinn feril. Hann hefur komið sér vel fyrir á Ítalíu og er orðinn alger lykilmaður hjá ítalska liðinu.

Hann lagði upp fyrra mark liðsins gegn Cagliari í dag á 4. mínútu fyrir Dennis Johnsen og skoraði síðan seinna markið rúmum tuttugu mínútum síðar sem var hans 150. mark í efstu deild í Evrópu.

Cremonese tókst einhvern veginn að glutra forystunni. Michel Adopo minnkaði muninn á 51. mínútu og þá skoraði Yael Trepy jöfnunarmarkið í blálokin.

Svekkjandi hjá Cremonese sem er í 13. sæti með 22 stig en Cagliari í 14. sæti með 19 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner
banner