Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 11:20
Elvar Geir Magnússon
Neymar búinn að krota undir og markmiðið er HM
Neymar er 33 ára og lék áður með Barcelona og PSG.
Neymar er 33 ára og lék áður með Barcelona og PSG.
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar hefur skrifað undir framlengingu við Santos út 2026. Markmið hans er að fara með Brasilíu á HM 2026 en hann hefur ekki spilað landsleik síðan 2023 vegna meiðslavandræða.

Neymar er 33 ára og snéri aftur til uppeldisfélags síns í Brasilíu fyrir ári síðan.

Neymar spilaði í gegnum sársauka til að hjálpa Santos að forðast fall úr efstu deild Brasilíu á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Hann fór síðan í aðgerð í hné til að reyna að auka líkurnar á því að Carlo Ancelotti velji sig í HM hópinn.

Ancelotti sagði í október að Neymar, sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 79 mörk, þyrfti að vera alveg heill til að eiga möguleika á að vera valinn aftur.

Brasilía er með Skotlandi, Marokkó og Haítí í C-riðli HM sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og hefst 11. júní.
Athugasemdir
banner
banner