Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert á skotskónum í grátlegu jafntefli
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var á skotskónum í grátlegu jafntefli Fiorentina gegn Lazio í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Danilo Cataldi kom Lazio yfir snemma í seinni hálfleik.

Þeir voru hins vegar ekki lengi með forystu þar sem Robin Gosens jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Á lokamínútunum fékk Fiorentina vítaspyrnu þegar brotið var á Alberti.

Hann tók vítið sjálfur og skoraði, stöngin inn. Dramatíkinni var ekki lokið þar sem Lazio fékk vítaspyrnu í blálokin og hinn 38 ára gamli Pedro skoraði og bjargaði stigi fyrir Lazio. Fiorentina er í 18. sæti með 13 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Inter er með fjögurra stiga forystu á Milan og Napoli á toppnum eftir sigur gegn Parma en Milan á leik til góða. Þá vann Udinese sigur á Torino.

Lazio 2 - 2 Fiorentina
1-0 Danilo Cataldi ('52 )
1-1 Robin Gosens ('56 )
1-2 Albert Gudmundsson ('89 , víti)
2-2 Pedro ('90 , víti)

Parma 0 - 2 Inter
0-1 Federico Dimarco ('42 )
0-2 Marcus Thuram ('90 )

Torino 1 - 2 Udinese
0-1 Nicolo Zaniolo ('50 )
0-2 Jurgen Ekkelenkamp ('82 )
1-2 Cesare Casadei ('87 )

Ítalski boltinn er á Livey
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 18 11 5 2 28 14 +14 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Genoa 19 4 6 9 19 28 -9 18
17 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner