Man City fékk Brighton í heimsókn í kvöld og gat minnkað forskot Arsenal á toppnum í þrjú stig með sigri.
Það voru skörð hoggin í lið City en hinn tvítugi Max Alleyne spilaði sinn fyrsta leik í vörn City þar sem Ruben Dias og Josko Gvardiol eru fjarverandi vegna meiðsla ásamt John Stones.
Það voru skörð hoggin í lið City en hinn tvítugi Max Alleyne spilaði sinn fyrsta leik í vörn City þar sem Ruben Dias og Josko Gvardiol eru fjarverandi vegna meiðsla ásamt John Stones.
Brighton byrjaði leikinn af karfti og Pascal Gross fékk besta tækifærið en Gianluigi Donnarumma varði skalla frá honum.
Man City fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Diego Gomez braut á Jeremy Doku. Erling Haaland fór á punktinn og skoraði örugglega.
Bernardo Silva var hársbreidd frá því að tvöfalda forystuna strax í upphafi seinni hálfleiks en skotið í stöngina. Eftir klukkutíma leik jafnaði Karou Mitoma metin með laglegu skoti, óverjandi fyrir Donnarumma.
Fleira markvert gerðist ekki og jafntefli því niðurstaðan. Aston Villa gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace sem þýðir að Arsenal getur náð átta stiga forystu á toppnum með sigri gegn Liverpool á morgun.
Mathys Tel kom Tottenham yfir snemma leiks gegn Bournemouth en Evanilson jafnaði metin með skalla eftiir fyrirgjöf frá Marcus Tavernier. Það skapaðist aftur hætta eftir fyrirgjöf frá Tavernier eftir rúmlega hálftíma leik sem endaði með því að Eli Junior Kroupi skoraði og kom Bournemouth yfir.
Joao Palhinha jafnaði metin þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma þegar hann skoraði frábært mark með hjólhestaspyrnu.
Antoine Semenyo var í byrjunarliði Bournemouth í kveðjuleik þar sem hann er á leið í læknisskoðun hjá Man City. Hann gerði sér lítið fyrir og tryggði Bournemouth stigin þrjú með dramatísku sigurmarki í uppbótatíma.
Chelsea spilaði sinn síðasta leik áður en Liam Rosenior tekur formlega við liðinu á morgun. Liðið heimsótti Fulham í grannaslag. Þetta byrjaði illa fyrir Chelsea þar sem Marc Cucurella var rekinn af velli fyrir brot á Harry Wilson sem var að sleppa í gegn.
Wilson skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Raul Jimenez kom Fulham yfir en Liam Delap jafnaði metin áður en Wilson tryggði Fulham stigin þrjú.
Botnlið Wolves er taplaust í síðustu þremur leikjum eftir jafntefli gegn Everton. Mateus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð og bjargaði stigi fyrir Úlfana. Það var agaleysi í leikmönnum Everton undir lokin, Michael Keane fékk rautt spjald fyrir að rífa í hárið á Mane og Jack Grealish fékk sitt annað gula spjald í blálokin.
Sunderland hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum eftir tap gegn Brentford.
Everton 1 - 1 Wolves
1-0 Michael Keane ('17 )
1-1 Mateus Mane ('69 )
Rautt spjald: Michael Keane, Everton ('83)
Bournemouth 3 - 2 Tottenham
0-1 Mathys Tel ('5 )
1-1 Evanilson ('22 )
2-1 Eli Kroupi ('36 )
2-2 Joao Palhinha ('78 )
3-2 Antoine Semenyo ('90 )
Brentford 3 - 0 Sunderland
1-0 Igor Thiago ('30 )
1-0 Enzo Le Fee ('60 , Misnotað víti)
2-0 Igor Thiago ('65 )
3-0 Yehor Yarmoliuk ('73 )
Crystal Palace 0 - 0 Aston Villa
Fulham 2 - 1 Chelsea
1-0 Raul Jimenez ('55 )
1-1 Liam Delap ('72 )
2-1 Harry Wilson ('81 )
Rautt spjald: Marc Cucurella, Chelsea ('22)
Manchester City 1 - 1 Brighton
1-0 Erling Haaland ('41 , víti)
1-1 Kaoru Mitoma ('60 )
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 21 | 15 | 4 | 2 | 40 | 14 | +26 | 49 |
| 2 | Man City | 21 | 13 | 4 | 4 | 45 | 19 | +26 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 21 | 10 | 5 | 6 | 32 | 28 | +4 | 35 |
| 5 | Brentford | 21 | 10 | 3 | 8 | 35 | 28 | +7 | 33 |
| 6 | Newcastle | 21 | 9 | 5 | 7 | 32 | 27 | +5 | 32 |
| 7 | Man Utd | 21 | 8 | 8 | 5 | 36 | 32 | +4 | 32 |
| 8 | Chelsea | 21 | 8 | 7 | 6 | 34 | 24 | +10 | 31 |
| 9 | Fulham | 21 | 9 | 4 | 8 | 30 | 30 | 0 | 31 |
| 10 | Sunderland | 21 | 7 | 9 | 5 | 21 | 22 | -1 | 30 |
| 11 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Crystal Palace | 21 | 7 | 7 | 7 | 22 | 23 | -1 | 28 |
| 14 | Tottenham | 21 | 7 | 6 | 8 | 30 | 27 | +3 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 21 | 6 | 8 | 7 | 34 | 40 | -6 | 26 |
| 16 | Leeds | 21 | 5 | 7 | 9 | 29 | 37 | -8 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 21 | 3 | 4 | 14 | 22 | 41 | -19 | 13 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir




