Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valin íþróttakona bæjarins og keypt til Genoa sama daginn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagurinn í gær var ansi viðburðaríkur hjá Birtu Georgsdóttur en seinni part dags var greint frá því að besti leikmaður Íslandsmótsins 2025 hefði verið seldur frá Breiðabliki til Genoa á Ítalíu.

Um kvöldið var hún svo valin íþróttakona Kópavogsbæjar árið 2025. Hún fékk að launum farandbikar og eignarbikar ásamt því að fá afhenda 300 þúsund króna ávísun frá Björgu Baldursdóttur forseta bæjarstjórnar Kópavogs í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birta átti frábært ár 2025. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki og hjálpaði Breiðabliki að komast í 8-liða úrslit Evrópubikarsins. Hún kom með beinum hætti að 25 mörkum í Bestu deildinni, skoraði átján mörk og lagði upp sjö.

„Birta er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Dugnaður og metnaður hafa komið henni langt og munu án efa færa henni enn meiri árangur í framtíðinni," segir í valinu á Birtu hjá Kópavogsbæ.
Athugasemdir
banner
banner