Xabi Alonso, þjálfari Real Madrid, var ósáttur við orðbragð Diego Simeone, kollega síns hjá Atlético Madríd, er grannarnir áttust við í undanúrslitum Ofurbikarsins í gær.
Simeone og Vinicius Junior áttu einhver orðaskipti á hliðarlínunni er Brasilíumaðurinn fór af velli en Alonso heyrði hvað fór þeirra á milli og tjáði sig um það í viðtali eftir leikinn.
Búið er að greina frá því hvað Simeone hafi sagt en hann hafi sagt við hann að Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætlaði sér að losa sig við Brasilíumanninn en það féll ekki í kramið hjá Vini og þjálfarateyminu.
Alonso er vonsvikinn með Simeone og segir hann hafa farið langt yfir strikið.
„Ég heyrði það sem hann sagði við Vini og var ekki hrifinn af því. Þú getur ekki sagt svona hluti. Það eru lína sem þú ferð ekki yfir og hann fór langt yfir hana. Þetta er óásættanlegt,“ sagði Alonso.
Vini Jr fór síðan á Instagram eftir leikinn til að skjóta föstum skotum á Simeone en hann sagði þetta enn einn leikinn þar sem Simeone mistekst að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni.
Real Madrid vann 2-1 sigur og mætir Barcelona í úrslitum Ofurbikarsins á sunnudag.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er ða nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Diego Simeone told Vinicius Jr during the game:
— Footy Humour (@FootyHumour) January 8, 2026
"Vini, Vini… Florentino is going to get rid of you, remember I told you!" ????????????
pic.twitter.com/q6Bgz4pg4c
Athugasemdir



