Stuðningsmannafélag RC Strasbourg er brjálað yfir brottför Liam Rosenior, stjóra liðsins, en hann er að taka við af Enzo Maresca sem var rekinn á nýársdag.
Chelsea og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo en stuðningsmannafélag Strasbourg segir að Chelsea gangi fyrir.
Chelsea og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo en stuðningsmannafélag Strasbourg segir að Chelsea gangi fyrir.
„Skipti Liam Rosenior markar enn eitt niðurlægjandi skref í undirgefni Racing gagnvart Chelsea,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum.
„Í tvö og hálft ár höfum við reynt, ásamt öðrum, að vekja athygli á þessu [eignarhaldi BlueCo]. Vandamálið nær langt út fyrir íþróttaáhrif tímabilsins og metnað ungs þjálfara. Það er skipulagslegt; framtíð franska fótboltans er í húfi.“
Athugasemdir




