Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viðurkenna að Rúben Dias hafi átt að fá rautt spjald
Mynd: EPA
Dómarasamband Englands hefur viðurkennt að Rúben Dias hafi átt að fá rautt spjald í leik Man City og Nottingham Forest þann 27. desember.

Dias braut á Igor Jesus þegar hann var að sleppa í gegn strax í upphafi seinni hálfleiks og sambandið segir að hann hafi átt að fá sitt annað gula spjald en hann slapp með tiltal

Reglurnar kveða þó á um að VAR geti ekki gripið inn í tilfelli gulra spjalda og sambandið var skýrt í að útskýra að þetta væri huglæg ákvörðun dómarans í 2-1 sigri City á City Ground þann 27. desember.

Forest kvartaði til dómaranefndar eftir leikinn og samkvæmt Sky Sports fundaði félagið með dóamrasambandinu. Sean Dyche var ekki sáttur með sigurmarkið þar sem hann taldi að það hafi verið brotið á Morgan Gibbs-White en Forest hefur sætt sig við það að markið hafi verið gilt.
Athugasemdir
banner