Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 10:21
Elvar Geir Magnússon
Slot um Arsenal: Þeir eru með allan pakkann
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool vann Arsenal á Anfield fyrr á tímabilinu.
Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool vann Arsenal á Anfield fyrr á tímabilinu.
Mynd: EPA
Topplið Arsenal tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool, sem er í fjórða sæti, hefur verið óstöðugt á tímabilinu.

„Hæfileikarnir eru til staðar en ekki stöðugleikinn. Ég hef sagt það margoft að við erum ekki á þeim stað sem við vildum vera á. Jafnteflin eru aðeins of mörg," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í morgun.

Slot var spurður út í mótherja morgundagsins.

„Þeirra helsti styrkleiki? Það er erfitt að segja! Ég held að þeirra helsti styrkleiki sé hvað þeir hafa marka styrkleika. Helsti styrkleikinn er að þeir hafa ekki neitt sem getur talist veikleiki," segir Slot.

„Þeir fá á sig sárafá mörk, þeir skora úr opnum leik og úr föstum leikatriðum. Þeir eru með mikinn sköpunarmátt í uppbyggingu á spilinu og geta líka spilað með löngum sendingum. Þeir eru með allan pakkann. Þeir verðskulda að vera á toppnum þetta tímabilið."

„Við höfum sýnt að við getum unnið þá því við gerðum það á heimavelli. Við þurfum að vera algjörlega klárir. Það er mjög jákvæð ára yfir þeim sem stendur. Á sama tíma fengum við aftur mark á okkur í restina í síðasta leik. En það eru allir spenntir fyrir þessum leik."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner