Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 13:11
Elvar Geir Magnússon
Þætti fáránlegt ef Solskjær tæki við Man Utd
Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United 2018-2021.
Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United 2018-2021.
Mynd: EPA
Manchester United er í stjóraleit eftir að Rúben Amorim var rekinn á mánudaginn.

Darren Fletcher stýrði Manchester United gegn Burnley í gær og verður líka með stjórnartaumana í bikarleik um komandi helgi. United hyggst svo ráða bráðabirgðastjóra til að klára tímabilið áður en stjóri til frambúðar verður ráðinn í sumar.

Talið er líklegast að Ole Gunnar Solskjær snúi aftur og stýri United sem bráðabirgðastjóri.

„Að Ole Gunnar Solskjær snúi aftur finnst mér fáránleg tilhugsun. Manchester United borgaði fyrir að losa hann fyrir nokkrum árum því hann stóð ekki undir væntingum - og nú ætla þeir að borga honum fyrir að koma til baka?" segir Danny Murphy, sérfræðingur BBC.

„Mér finnst þetta fáránlegt þegar þú ert með kost eins og Michael Carrick. Darren Fletcher er flottur þjálfari og svo ertu með mann eins og Roy Keane sem stuðningsmenn myndu elska að sjá snúa aftur til félagsins. Hann er leiðtogi."

„Enn og aftur er Manchester United að ganga í gegnum stórar breytingar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner