Aron Baldvin Þórðarson er aðstoðarþjálfari Sölva Geirs Ottesen hjá karlaliði Víkings í fótbolta. Aron Baldvin komst í fréttirnar í vikunni þegar Eyjamenn reyndu að fá drenginn til Eyja úr hamingjunni.
Víkingar vildu ekki selja.
Í þessum þætti kynnumst við Aroni og áttum okkur glögglega á því hversvegna Víkingar vildu ekki missa hann frá borði!
Taktískar pælingar með Arnari Gunnlaugs, stóísk ró Sölva Geirs, afhverju töpuðu Víkingar fyrir Bröndby, Einar Guðna og hvernig teymir maður hafsent Blika til að pressa eins eins og hægri vængmaður!
Skylduhlustun.
Athugasemdir




