Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 01. febrúar 2021 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Steinþór Már aftur til KA (Staðfest)
Stubbur í markinu.
Stubbur í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markvörðurinn stóri Steinþór Már Auðunsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við KA eftir að hafa varið mark Magna undanfarin þrjú ár.

Steinþór Már er uppalinn hjá KA og lék fyrstu tvo meistaraflokksleiki sína með félaginu áður en hann skipti yfir í Völsung.

Steinþór, sem verður 31 árs í febrúar, hefur einnig spilað fyrir Dalvík/Reyni og Þór.

Steinþór hefur verið lykilmaður í liði Magna undanfarin ár og verður áhugavert að sjá hvort hann fái tækifæri hjá KA.

Steinþór lék allan leikinn í 5-1 sigri KA gegn Þór 2 í Kjarnafæðismótinu síðasta föstudag.

„Við bjóðum hann velkominn heim og er virkilega gaman að sjá hann aftur í KA treyjunni," segir í frétt KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner