Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. febrúar 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óliver Steinar mættur í Val (Staðfest)
Óliver Steinar Guðmundsson.
Óliver Steinar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Unglingalandsliðsmaðurinn Óliver Steinar Guðmundsson er búinn að skrifa undir samning við Val. Hlíðarendafélagið var að tilkynna þetta fyrir stuttu.

Það var Fótbolti.net sem greindi fyrst frá því að Óliver væri á heimleið og svo að hann væri á leið í Val.

Óliver er átján ára gamall og uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði. Hann fór til Atalanta á Ítalíu eftir sumarið 2020 og hefur leikið með unglingaliðum félagsins.

Núna er hann genginn í raðir Vals og verður fróðlegt að sjá hvernig hlutverk hann fær þar.

Valur tilkynnti fyrir stuttu um komu Lúkasar Loga Heimissonar frá Fjölni og er búist við tveimur leikmönnum til viðbótar á næstunni. Munu þeir báðir koma frá Ítalíu.

Kristófer Jónsson er á heimleið frá Venezia og þá er Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði U19 landsliðsins, einnig á leið í Val sem hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner