Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Wan-Bissaka íhugar að spila fyrir Kongó
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Sagt er að Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Manchester United, hyggist gefa kost á sér í landslið Kongó ef hann fær ekki pláss hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Wan-Bissaka hefur ekki leikið fyrir enska landsliðið en Southgate hefur úr mörgum hægri bakvörðum að velja. Wan-Bissaka er á eftir Trent Alexander-Arnold, Kieran Trippier, Reece James og Kyle Walker í goggunarröðinni

The Athletic segir að ef Wan-Bissaka verði ekki valinn í enska landsliðið í undankeppni HM í næsta mánuði muni hann líklega velja að spila fyrir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.

Wan-Bissaka er 23 ára og fæddist á Englandi en er ættaður frá Kongó. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Englendinga og á auk þess einn leik fyrir U20 lið Kongó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner