ÍA kannaði, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, möguleikann á því að fá Bjarna Mark Duffield frá Val í vetur. Samkvæmt heimildum er Bjarni ekki á förum frá Val.
ÍA hefur verið að kanna markaðinn í leit að varnarsinnuðum miðjumanni og Skagamenn hafa verið orðaðir við Arnór Gauta Jónsson hjá Breiðabliki og fylgjast með Bjarti Bjarma Barkarsyni hjá Aftureldingu.
ÍA hefur verið að kanna markaðinn í leit að varnarsinnuðum miðjumanni og Skagamenn hafa verið orðaðir við Arnór Gauta Jónsson hjá Breiðabliki og fylgjast með Bjarti Bjarma Barkarsyni hjá Aftureldingu.
Bjarni verður þrítugur í lok vikunnar. Hann kom til Vals frá Start í Noregi eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi.
Síðasta vetur var hann sterklega orðaður við KA og Fram en var áfram hjá Val og kom við sögu í 23 deildarleikjum og fjórum bikarleikjum með Val. Hann er samningsbundinn út næsta tímabil.
Athugasemdir




