Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nefnir stjóra sem hefði átt að fá meiri tíma með Man Utd
Nemanja Matic.
Nemanja Matic.
Mynd: EPA
Nemanja Matic spilaði fyrir fjóra stjóra á tíma sínum hjá Manchester United. Í nýju viðtali nefnir hann einn þeirra sem hefði átt að fá meiri tíma í starfi.

Jose Mourinho fékk Matic til United en hann þekkti portúgalska stjórann frá tíma sínum hjá Chelsea, en serbneski miðjumaðurinn vill meina að Ole Gunnar Solskjær - sem tók við af Mourinho - hefði átt að fá meiri tíma.

„Mér fannst Ole verðskulda meiri tíma," sagði Matic við FourFourTwo.

„Þegar ég tala um Ole, þá tala ég líka um teymið hans sem voru Michael Carrick og Kieran McKenna. Þeir voru að gera hlutina rétt í þeirri vegferð að koma United aftur upp á toppinn."

„Ole er stórkostleg manneskja sem hentaði félaginu vel. Hann og aðstoðarmenn hans skildu fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner