Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 12:30
Kári Snorrason
Heimild: Lundhs Podcast 
Segir nauðsynlegt að hafa látið Magna Fannberg fara
Magni Fannberg var yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping.
Magni Fannberg var yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping.
Mynd: Norrköping
Ísak Andri er leikmaður Norrköping.
Ísak Andri er leikmaður Norrköping.
Mynd: Guðmundur Svansson
Fyrr í haust var Magna Fannberg sagt upp störfum hjá sænska félaginu IFK Norrköping eftir rétt rúmlega ár í starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Þegar Magni var látinn fara var Norrköping sjö stigum fyrir ofan fallsæti í Allsvenskunni, en liðið endaði tímabilið í 14. sæti og fór í umspil um sæti sitt í deildinni.

Í umspilinu mætti Norrköping Örgryte, sem hafnaði í þriðja sæti Superettan, en tapaði einvíginu og féll í kjölfarið niður í næst efstu deild.

Stjórnarformaður Norrköpping, Martin Gyllix, mætti nýverið í sænskt hlaðvarp og ræddi um ákvörðunina að láta Magna fara.

„Við skiljum að þetta hafi komið leikmönnum og fólki í kringum liðið á óvart. Við berum hins fulla virðingu fyrir því að menn verði hissa og brugðið þegar svona skilaboð berast. En þetta var klárlega nauðsynlegt miðað við stöðuna.

Var þetta óþægileg ákvörðun? Já, en hún var nauðsynleg. Þetta er ekki neitt sem við sjáum eftir. Svo má auðvitað hafa skoðanir á tímasetningunni og slíku.“


„Við unnum náið saman frá því að við komum inn um miðjan mars. Maður lærir á styrkleika og veikleika hvors annars. Síðan kom sumarglugginn og skömmu síðar sáum við að traustið var farið og við þyrftum að fara sitt í hvora áttina.“

Ísak Andri Sigurgeirsson, Arnór Ingvi Traustason og Jónatan Guðni Arnarsson voru leikmenn Norrköping á síðasta tímabili, en tveir þeirra hafa nú snúið aftur til Íslands.

Arnór hefur gengið til liðs við KR en Jónatan er farinn í Breiðablik. Ísak hefur þá verið orðaður frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner