Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: ÍH hóf leik á sigri
Úr leik Álftaness og ÍH síðasta sumar
Úr leik Álftaness og ÍH síðasta sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Augnablik 1 - 3 ÍH
1-0 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('5 )
1-1 Birta Árnadóttir ('20 )
1-2 Nína Hildur Magnúsdóttir ('48 )
1-3 Heiðdís Halla Pétursdóttir ('78 )


ÍH hóf leik í Lengjubikarnum í kvöld þegar liðið heimsótti Augnablik en heimakonur voru að spila annan leik sinn í mótinu en liðið tapaði 5-4 gegn KR í fyrstu umferð.

Leikurinn byrjaði ansi vel fyrir Augnablik en Lilja Þórdís Guðjónsdóttir kom liðinu yfir snemma leiks. Birta Árnadóttir jafnaði metin áður en flautað var til leiksloka.

Nína Hildur Magnúsdóttir kom ÍH yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og Heiðdís Halla Pétursdóttir innsiglaði sigurinn.

ÍH er í 2. sæti riðilsins á eftir Völsungi en Augnablik í 4. sæti án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner