Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   þri 23. desember 2025 06:00
Fótbolti.net
Glódís og Hákon á topp tíu listanum yfir íþróttamenn ársins
Glódís var valin íþróttamaður ársins 2024.
Glódís var valin íþróttamaður ársins 2024.
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kjörinu á íþróttamanni ársins verður lýst frá Hörpu laugardagskvöldið 3. janúar.

Íþróttamaður ársins eru verðlaun sem Samtök íþróttafréttamanna veita árlega þeim íþróttamanni, sem keppir innan vébanda ÍSÍ, sem er talinn hafa skarað framúr.

Nú hefur verið opinberað hvaða íþróttamenn voru á topp tíu listanum en þar má finna tvo fótboltamenn; Glódísi Perlu Viggósdóttur hjá Bayern München og Hákon Arnar Haraldsson hjá Lille. Glódís var valin íþróttamaður ársins í fyrra.

Kvennalið Breiðabliks sem vann tvöfalt er tilnefnt sem lið ársins og þá er Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, tilnefndur sem þjálfari ársins.

10 efstu í stafrófsröð
Dagur Kári Ólafsson
Eygló Fanndal Sturludóttir
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Glódís Perla Viggósdóttir
Hákon Arnar Haraldsson
Hildur Maja Guðmundsdóttir
Jón Þór Sigurðsson
Ómar Ingi Magnússon
Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Tryggvi Snær Hlinason

Lið ársins í stafrófsröð
Breiðablik kvenna fótbolti
Fram karla handbolti
Valur kvenna handbolti

Þjálfari ársins í stafrófsröð
Ágúst Þór Jóhannsson
Dagur Sigurðsson
Heimir Hallgrímsson
Athugasemdir
banner
banner
banner