Napoli 2 - 0 Bologna
1-0 David Neres ('39 )
2-0 David Neres ('57 )
1-0 David Neres ('39 )
2-0 David Neres ('57 )
Napoli er Ofurbikarmeistari Ítalíu eftir að hafa unnið Bologna, 2-0, á King Saud University-leikvanginum í Riyadh í Sádi-Arabíu í kvöld, en það var Brasilíumaðurinn David Neres sem skoraði bæði mörk Napoli í leiknum.
Neres var í essinu sínu. Hann kom Napoli yfir á 39. mínútu leiksins eftir að Napoli tók hratt innkast. Neres fékk boltann um það bil 30 metrum frá marki og klíndi boltanum efst í fjærhornið.
Annað mark Neres í keppninni eftir að hafa skorað í 2-0 sigrinum á AC Milan í undanúrslitum.
Neres var ekki hættur. Hann skoraði annað mark Napoli í leiknum á 57. mínútu.
Federico Ravaglia, markvörður Bologna, átti ömurlega sendingu frá marki og komst Neres fram fyrir varnarmanninn hljóp upp að marki og lyfti lúmsku skoti yfir Ravaglia.
Þriðji Ofurbikartitill Napoli í sögunni en síðasti kom árið 2014. Þetta er þá annar titillinn sem liðið nær í undir stjórn Antonio Conte, en hann gerði liðið að deildarmeisturum í vor.
Athugasemdir

