Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu það helsta úr ítalska: Loksins, loksins hjá Alberti og félögum
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson átti flottan leik er Fiorentina rúllaði yfir Udinese í ítalska boltanum í gær.

Fiorentina hefur átt afskaplega erfitt tímabil og er óvænt á botni deildarinnar en vann 5-1 í gær til að svara háværum gagnrýnisröddum. Þetta var fyrsti sigur liðsins í Serie A sem er í raun ótrúlegt á þessum tímapunkti.

Albert skoraði annað mark leiksins og sýndi flotta takta.

Livey sýnir frá ítalska boltanum en núna er hægt að sjá öll mörk 16. umferðarinnar til þessa hér fyrir neðan.

Hægt er að kaupa sér áskrift af Livey með því að smella hérna.


Athugasemdir