Markvörðurinn Gunnar Örn Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR.
Gunnar er 17 ára og hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum þar sem hann var bæði valinn í úrvalslið menntaskóla um gjörvöll Bandaríkin sem og menntaskólaleikmaður ársins í Michigan-fylki!
Gunnar mun ganga til liðs við KR næsta sumar að námi loknu í Bandaríkjunum.
„Við hlökkum til að sjá Gunnar á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR," segir í tilkynningu KR.
Athugasemdir




