Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Man Utd í skóinn frá Ketkróki?
Man Utd fagnar marki á tímabilinu.
Man Utd fagnar marki á tímabilinu.
Mynd: EPA
Frá Old Trafford.
Frá Old Trafford.
Mynd: EPA
Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Núna skoðum við hvað Manchester United fékk frá Ketkróki.

Jólastemningin á Old Trafford gæti verið betri.

Manchester United er enn og aftur að elta. Elta topp fjóra. Elta Meistaradeildina. Elta sjálfsmynd sem virtist eitt sinn sjálfsögð.

Leikmannahópurinn er dýr, nokkuð hæfileikaríkur á pappír og í honum eru nöfn sem eiga að skila árangri. En á vellinum vantar eitthvað meira.

Þegar Ketkrókur kíkti í skó Manchester United síðastliðna nótt ákvað hann að gefa félaginu gjöf sem snýr ekki að næsta leik… heldur næsta skrefi.

Meistaradeildarpúsl
Stórt púsl. Myndin? Old Trafford á Meistaradeildarkvöldi. Ljósin, stemningin, andrúmsloftið þegar félagið var á frábærum stað og átti heima þar.

Hugmyndin er einföld:
- Ekki eitt púsl dugir.
- Allir verða að passa saman.
- Ef einn vantar, þá er myndin ekki heil.

Púslið er sett í búningsklefann og leikmennirnir verða að púsla því saman. Þetta er áminning um að Meistaradeildin fæst með hópi sem vinnur sem ein heild, skilur hlutverk sitt og fer í sömu átt.
Athugasemdir
banner