Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Isak búinn í aðgerð og verður frá í nokkra mánuði
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Alexander Isak verður frá næstu mánuði eftir að hafa fótbrotnað í 2-1 sigri Liverpool á Tottenham um helgina, en þetta staðfestir félagið í dag.

Isak skoraði annað deildarmark sitt með Liverpool síðan hann kom frá Newcastle United fyrir metfé rétt fyrir gluggalok.

Florian Wirtz lagði boltann inn á Isak sem setti boltann í netið, en hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven fór í harkalega tæklingu í Isak sem fótbrotnaði í kjölfarið og var skipt af velli.

Óttast var í fyrstu að hann hafi slitið krossband en það var vissulega mikill léttir fyrir stuðningsmenn þegar það var útilokað af félaginu en meiðslin eru engu að síður alvarleg.

Hann braut dálkbein og fór í aðgerð en Liverpool minntist ekki á neinn tímaramma þegar það kemur að endurkomu Svíans, en talið er að hann verði frá í nokkra mánuði og muni líklega ekki snúa aftur fyrr en í lok tímabils.


Athugasemdir
banner
banner