Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Segir Liverpool vera að undirbúa tilboð í 17 ára Brasilíumann
Mynd: EPA
Brasilíski blaðamaðurinn Fabio Vargas fullyrðir á X að Englandsmeistarar Liverpool séu að undirbúa tilboð í Gabriel Mec, leikmann Gremio í Brasilíu.

Gabriel er 17 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem þreytti frumraun sína með aðalliðinu á þessu tímabili og spilaði sex leiki með U17 ára landsliði Brasilíu á HM í síðasta mánuði.

Vargas segir Liverpool hafa mikinn áhuga á honum, svo mikinn að það sé að undirbúa 13 milljóna punda tilboð í leikmanninn.

Segir hann þá að Gremio vilji fá aðeins hærri upphæð fyrir táninginn en tilboðið er væntanlegt á næstu dögum.

Ensk félög eru mikið farin að leita til Suður-Ameríku í leit að spennandi leikmönnum og er Liverpool ekki undanskilið þar, en þar sem Gabriel er 17 ára mun hann ekki geta gengið formlega í raðir Liverpool fyrr en næsta sumar.
Athugasemdir
banner