Daníel Darri Þorkelsson er kominn aftur heim í Aftureldingu en þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum í dag.
Daníel er 19 ára gamall varnarmaður sem lék með yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk í raðir Stjörnunnar fyrir fimm árum.
Hann lék með KFG, venslafélagi Stjörnunnar, í 2. deildinni í sumar og var fastamaður en hann spilaði alls 21 leik í öllum keppnum.
Afturelding staðfestir að Daníel sé mættur aftur heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Varnarmaðurinn hefur þegar komið við sögu í fyrstu æfingaleikjum Aftureldingar á undirbúningstímabilinu.
Daníel er yngri bróðir Róberts Orra sem varð Íslandsmeistari með Víkingum í haust.
Afturelding mun leika í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa hafnað í neðsta sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir




