Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin í flottum málum í Grikklandi
Hörður Björgvin er fastamaður í vörn Levadiakos
Hörður Björgvin er fastamaður í vörn Levadiakos
Mynd: Aðsent
Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í Levadiakos unnu 2-0 sigur á botnliði Panseirraikos í grísku úrvalsdeildinni í dag og fara því inn í nýtt ár í 4. sæti deildarinnar.

Enginn gat spáð fyrir um að Levadiakos yrði í baráttu um Evrópusæti fyrir þetta tímabil.

Levadiakos kemur frá Livadeia, sem er 30 þúsund manna bær í Boeotia-héraði og aðeins nokkur ár síðan liðið komst upp í efstu deild.

Hörður Björgvin samdi við liðið snemma á tímabilinu og er orðinn fastamaður í vörninni, en þar er hann með marga fyrrum liðsfélaga úr Panathinaikos.

Tveir þeirra komu að mörkunum gegn Panserraikos, en Slóveninn Benjamin Verbic skoraði snemma eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði þá Argentínumaðurinn Sebastian Palacios upp annað markið fyrir samlanda sinn Fabricio Pedrozo undir lok leiks.

Hörður lék allan leikinn í hjarta varnarinnar en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið heldur hreinu og er það nú með 28 stig í 4. sætinu, níu stigum frá toppnum. Öskubuskuævintýri hjá Levadiakos sem er nú komið með það markmið að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner