Hermann Helgi Rúnarsson er búinn að skrifa undir eins á framlengingu við Þór. Hann er nú samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.
Hermann Helgi er uppalinn Þórsari og lék á síðasta tímabili 21 leik í deild og bikar og skoraði sín fyrstu tvö mörk á ferlinum.
Hann er 25 ára djúpur miðjumaður og á að baki 148 leiki á ferlinum - alla fyrir Þór.
Hermann Helgi er uppalinn Þórsari og lék á síðasta tímabili 21 leik í deild og bikar og skoraði sín fyrstu tvö mörk á ferlinum.
Hann er 25 ára djúpur miðjumaður og á að baki 148 leiki á ferlinum - alla fyrir Þór.
Hann hjálpaði liðinu að vinna Lengjudeildina í sumar.
„Það er ómetanlegt að hafa svona mann í hópnum, á frábærar innkomur í leikjum til að loka þeim. Hann spilaði 17 leiki í heildina í deildinni. Hann er búinn að vera svolítið mikið meiddur síðustu ár, en var ekkert meiddur í sumar. Hann er geggjaður í klefa, geggjaður Þórsari með hjarta fyrir þessu. Hann skorar þessi tvö mörk, markið gegn Fjölni stórglæsilegt, blanda af einhverri Özil-spyrnu og hjólhestaspyrnu sem mikið var hlegið af. Frábær gaur, frábær liðsmaður, frábær persóna," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, um Hermann fyrr í vetur.
Athugasemdir


