Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 22:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Vítaspyrnumark réði úrslitum í Lundúnum
Raul Jimenez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu
Raul Jimenez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu
Mynd: EPA
Fulham 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Raul Jimenez ('45 , víti)

Marco Silva og lærisveinar hans í Fulham unnu 1-0 sigur á Nottingham Forest í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Craven Cottage í kvöld.

Það var ekki mikið um opin færi stærstan hluta fyrri hálfleiksins, en þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum fór Fulham að gera aðsúg að Forest-mönnum.

Sasa Lukic átti skot framhjá markinu en hann hefði að minnsta kosti átt að hæfa markið úr færinu. Það tókst ekki í þetta sinn en nokkrum mínútum síðar kom sigurmarkið.

Douglas Luiz sparkaði samlanda sinn, Kevin, niður í teignum og skoraði Raul Jimenez úr vítaspyrnunni.

Forest komst nálægt því að jafna metin þegar hálftími var eftir en Murillo átti skot sem Bernd Leno var í basli með og þá átti Morgan Gibbs-White skot framhjá.

Fulham í smá basli en þeir komust yfir það og náðu að landa mikilvægum 1-0 sigri. Fulham fer upp í 13. sæti með 23 stig en Forest er í 17. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner