Chelsea hefur spurst fyrir um Antoine Semenyo, kantmann Bournemouth. Þetta herma heimildir Sky Sports.
Chelsea er hins vegar langt því frá eina félagið sem vill fá hann í sínar raðir.
Chelsea er hins vegar langt því frá eina félagið sem vill fá hann í sínar raðir.
Manchester United, Manchester City og Liverpool hafa líka sýnt honum áhuga.
Semenyo, sem er 25 ára gamall, er með 65 milljóna punda klásúlu í samningi sínum og er afar líklegt að hann fari í janúar.
Semenyo hefur komið að ellefu mörkum í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir


