Viktor Bjarki er 17 ára framherji sem gekk í raðir danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar sumarið 2024 frá uppeldisfélaginu Fram. Hann byrjaði þetta tímabil með U19 ára liði félagsins en var fljótt kominn inn í aðalliðið og hefur staðið sig frábærlega. Hann er m.a. kominn með tvö mörk í Meistaradeildinni og er sá yngsti til að skora í tveimur leikjum í sögu keppninnar.
Viktor er unglingalandsliðsmaður, á að baki 26 leiki og hefur í þeim skorað sjö mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Viktor er unglingalandsliðsmaður, á að baki 26 leiki og hefur í þeim skorað sjö mörk. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Viktor Bjarki Daðason
Gælunafn: Ekki með neitt en er kallaður Dada í DK.
Aldur: 17 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Mig minnir september 2023 á móti Víkingi kom inná á vinstri kant, mín önnur staða myndi ég segja, en snerti ekki boltann.
Uppáhalds drykkur: verður að vera Appelsín
Uppáhalds matsölustaður: Shit, ætli það ekki sé Subway eða Sushi Social, vel mikill sushi maður
Uppáhalds tölvuleikur: bara basic FIFA
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei ekki ennþá
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: verður að vera Prison Break
Uppáhalds tónlistarmaður: gef Drake þetta
Uppáhalds hlaðvarp: Doktorinn alltaf
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net alltaf
Fyndnasti Íslendingurinn: verður að vera Sveppi Krull, lætur mann alltaf hlægja
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var ég hafi staðist ökuprófið mitt
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Val
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Van de Ven fær þetta, helvíti snöggur og sterkur á því
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verður að vera Neestrup eða Danni Trausta
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pape Gueye í Villarreal, ekki hægt að taka boltann af honum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: var alltaf Gylfi Sig eða Messi
Sætasti sigurinn: Seinasti sigur, á móti Villarreal, það var helvíti gaman.
Mestu vonbrigðin: Vera rassskelltir af Tottenham, þeir einum færri, var mjög pirrandi
Uppáhalds lið í enska: Hef ekkert sérstakt uppáhalds lið, en hef gaman af City og Haaland
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ætli það væri ekki bara Gylfi Sig
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Ætli það sé ekki Alex (Alexander Máni) í Midtjylland eða Bjarki Garðars í Stjörnunni
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Egill Otti í Fram
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: no comment
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: mér finnst þær allar bara vel góðar, kannski hætta þessu rugli með að uppsöfnuð gul spjöld verði að banni, einu bönnin verði út af rauðum spjöldum.
Uppáhalds staður á Íslandi: Dalslaug
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Schlotterbeck var eitthvað að rífa kjaft þegar ég kom inná gegn Dortmund. Svo setti ég hann og hann kom upp að mér og sagði 'not bad', helvíti gott moment
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei enga sérstaka
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: hef stundum verið að fylgjast með handbolta og körfu
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: f50 adidas
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: stærðfræði, alltaf ógeðslega lélegur í því
Vandræðalegasta augnablik: veit það ekki alveg, örugglega eitthvað sem ég er að gleyma en bara finn ekkert
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: alltaf Messi, Haaland og Bellingham, veit ekki af hverju bara myndi vera skemmtilegt borð
Bestur/best í klefanum og af hverju: Verð að segja Jordan Larsson og Garanaga eru geggjaðir
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Oliver Højer í Danmörku en á Íslandi Steini Kjarr, yrðu flottir í hvaða þáttum sem er.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var nokkuð öflugur í handbolta áður en einbeitingin fór öll á fótboltann
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Verð að segja Victor Claesson, finnst hann bara góður í öllu
Hverju laugstu síðast: Örugglega hvar ég væri
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp, hata það en þarf að gera það
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: örugglega Ronaldo um peninga
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: verður gott vor framundan
Athugasemdir




