Egyptaland 2 - 1 Simbabve
0-1 Prince Dube ('20 )
1-1 Omar Marmoush ('64 )
2-1 Mohamed Salah ('90 )
0-1 Prince Dube ('20 )
1-1 Omar Marmoush ('64 )
2-1 Mohamed Salah ('90 )
Mohamed Salah skoraði sigurmark Egyptalands í dramatískum 2-1 sigri á Simbabve í fyrsta leik þjóðanna í B-riðli Afríkukeppninnar í Marokkó í kvöld.
Simbabve hefur aldrei náð neitt sérstaklega góðum árangri í Afríkukeppninni á meðan Egyptar eru sigursælastir í keppninni frá upphafi með sjö titla.
Það kom því á óvart þegar Prince Dube kom Simbabve í forystu á 20. mínútu. Fyrirgjöfin kom frá hægri og inn á teiginn á Dube sem setti boltann snyrtilega í vinstra hornið.
Simbabve-menn héldu í forystuna inn í hálfleikinn, en Egyptar sem voru með alger yfirráð í leiknum jöfnuðu ekki fyrr en á 64. mínútu er Omar Marmoush, leikmaður Manchester City, keyrði upp vinstri vænginn, inn í teiginn og þrumaði boltanum í þaknetið.
Egyptar áttu einhverjar 35 skottilraunir í leiknum og var aðeins tímapursmál hvenær sigurmarkið kæmi. Það gerði egypski 'kóngurinn' Mohamed Salah.
Mostafa Mohamed skallaði boltann aftur fyrir sig og inn á Salah sem skaut laflausu skoti sem hafnaði neðst í hægra horninu og tryggði Egyptum sigurinn.
Sanngjörn úrslit en heldur erfið fæðing hjá Egyptum sem ætla sér titilinn í ár.
Athugasemdir



