Sigurður Egill Lárusson var bendlaður við Stjörnuna í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.
Sigurður Egill er án félags eftir að hafa yfirgefið Valsmenn. Hann hefur verið orðaður við Víking R., Þrótt R., og Þór á Akureyri.
Sigurður Egill er án félags eftir að hafa yfirgefið Valsmenn. Hann hefur verið orðaður við Víking R., Þrótt R., og Þór á Akureyri.
Stjarnan reyndi að fá Kristin Jónsson áður en hann endursamdi við Breiðablik. Þess vegna var Siggi orðaður við Stjörnuna í þættinum á laugardag.
„Það eru vangaveltur um Sigga Lár í Stjörnuna þar sem Stjarnan reyndi við Kidda Jóns. Þeir eru greinilega að leita að öldruðum vinstri bakverði. Vötnin hjá Sigga Lár eru farin að leiða í Garðabæinn þar sem hann er sirkabát sami prófíll og Kiddi Jóns. Þetta eru bara pælingar, ekki slúður," sagði Tómas Þór Þórðarson.
Fótbolti.net spurði Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, út í þessar pælingar.
„Ég held að Siggi, eins frábær leikmaður og hann er, sé ekki að koma inn í hópinn hjá okkur. Akkúrat núna erum við að skoða möguleikana hjá okkur í þessa stöðu. Örvar Logi hefur verið svolítið einn með vinstri bakvarðarstöðuna. Damil (Dankerlui) hefur líka verið að taka stöðuna. Það er leiðin sem við erum að fara til þess að auka samkeppnina í þessari stöðu hjá okkur núna. Þannig ég á ekki von á því að Siggi komi til okkar,“ sagði Jökull.
Athugasemdir




