Rétt fyrir helgi skrifaði Hrannar Snær Magnússon undir samning við norska félagið Kristiansund.
Fyrr í mánuðinum fór Hrannar á reynslu til Kalmar, sem tryggði sér upp úr sænsku Superettunni á nýafstöðnu tímabili.
Mats Winblad, yfirmaður fótboltamála hjá Kalmar, segir að honum hafi verið tilkynnt rétt fyrir helgi að ekki yrði samið við Hrannar.
Fyrr í mánuðinum fór Hrannar á reynslu til Kalmar, sem tryggði sér upp úr sænsku Superettunni á nýafstöðnu tímabili.
Mats Winblad, yfirmaður fótboltamála hjá Kalmar, segir að honum hafi verið tilkynnt rétt fyrir helgi að ekki yrði samið við Hrannar.
„Svona er þetta stundum. Við erum með fjárhagsáætlun sem við verðum að halda okkur við og við gerðum það sem við gátum,“ sagði Winblad í samtali við sænska miðilinn Fotboll Transfers í gærdag.
Hrannar Snær er 23 ára kantmaður sem var lykilmaður í liði Aftureldingar í sumar. Hann skoraði 12 mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni í sumar.
Athugasemdir



