Antony er gríðarlega vinsæll hjá Betis en Isco, leikmaður liðsins, og Manuel Pellegrini, stjóri liðsins, hafa áður sagt frá því hversu mikilvægur hann er og að þeir vilji halda honum.
Antony er á láni frá Man Utd en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur í 19 leikjum á tímabilinu fyrir spænska liðið.
Antony er á láni frá Man Utd en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur í 19 leikjum á tímabilinu fyrir spænska liðið.
Joaquin, fyrrum leikmaður liðsins, var virkilega ánægður með brasilíska leikmanninn eftir að hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri gegn Fiorentina í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.
„Ég redda bílnum ef það þarf að ræna honum, hann verður áfram sama hvað. Þetta er tími til að njóta. Stór augnablik munu koma," sagði Joaquin.
Athugasemdir