Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Antony skoraði í sigri gegn Fiorentina - Jackson með tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Djurgarden 1 - 4 Chelsea
0-1 Jadon Sancho ('13 )
0-2 Noni Madueke ('43 )
0-3 Nicolas Jackson ('59 )
0-4 Nicolas Jackson ('65 )
1-4 Isak Alemayehu Mulugeta ('68 )

Chelsea vann öruggan sigur á Djurgarden í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambansdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Svíþjóð.

Jadon Sancho kom Chelsea yfir eftir undirbúning Enzo Fernandez. Noni Madueke bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks þegar Fernandez lagði boltann á hann.

Cole Palmer, Nicolas Jackson og Moises Caicedo komu allir inn á í hálfleik ásamt Trevoh Chalobah.

Eftir klukkutíma leik sendi Palmer boltann innfyrir vörn Djurgarden og eftir mikinn vandræðagang hjá sænska liðinu náði Jackson boltanum og bætti þriðja marki liðsins við.

Jackson var síðan aftur á ferðinni þegar Caicedo vann boltann við vítateig Djurgarden og hann barst til Jackson sem skoraði laglegt mark. Djurgarden tókst að klóra í bakkann en þar við sat.

Betis 2 - 1 Fiorentina
1-0 Abde Ezzalzouli ('6 )
2-0 Antony ('64 )
2-1 Luca Ranieri ('73 )

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem tapaði gegn Real Betis á Spáni. Abde Ezzalzouli kom Betis yfir en hann átti skot af stuttu færi sem fór í slá og inn.

Antony bætti öðru markinu við en það var glæsilegt. Hann átti skot sem fór í varnarmann en boltinn datt fyrir hann. Þá tók hann viðstöðulaust skot og boltinn söng í netinu.

Luca Ranieri minnkaði muninn fyrir Fiorentina en nær komust þeir ekki.

Seinni leikir liðanna fara fram 8. maí.
Athugasemdir
banner
banner