Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Nottingham Forest að missa flugið í Meistaradeildarbaráttunni
Yoane Wissa
Yoane Wissa
Mynd: EPA
Nott. Forest 0 - 2 Brentford
0-1 Kevin Schade ('44 )
0-2 Yoane Wissa ('70 )

Brentford vann frábæran sigur á Nottingham Forest á útivelli í kvöld.

Brentford byrjaði leikinn mun betur og fékk tækifæri til að komast yfir snemma leiks. Það var hins vegar ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Brentford tókst að brjóta ísinn.

Nathan Collins átti sendingu langt fram völlinn á Kevin Schade sem vann baráttu gegn Ola Aina og skoraði af öryggi.

Þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoppaði boltinn yfir Nikola Milenkovic eeftir útspark frá Mark Flekken. Yoane Wissa tók hlaupið og náði boltanum og bætti öðru marki Brentford við sem tryggði liðinu sigurinn.

Brentford er í 11. sæti með 49 stig en Nottingham Forest hefur verið að fatast flugið í Meistaradeildarbaráttunni og situr í 6. sæti með 60 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner
banner