Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kounde svekktur: Treysti liðinu fullkomlega
Mynd: EPA
Jules Kounde, bakvörður Barcelona, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Hann gæti hins vegar verið búinn að ná sér fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar ef Barcelona nær í sigur gegn Inter á Ítalíu í seinni undanúrslitaleik liðanna.

Barcelona er á toppnum í spænsku deildinni og því mikið undir í síðustu leikjunum. Kounde er að vonum svekktur en hann skrifaði skilaboð til stuðningsmanna á Instagram.

„Svo mikil vonbrigði að meiðast á þessum tímapunkti þar sem það er allt undir en maður getur ekki stjórnað öllu. Ég treysti liðinu fullkomlega að klára verkefnin sama hver er inn á vellinum. Takk fyrir allan stuðninginn, það hefur mikla þýðingu fyrir mig," skrifaði Kounde.
Athugasemdir