Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 01. maí 2025 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire: Gaman að rekja boltann
Mynd: EPA
Man Utd er í góðum málum í einvíginu gegn Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á Spáni í kvöld.

Harry Maguire átti frábæra takta þegar hann fór illa með varnarmann Bilbao og sendi boltann fyrir þar sem Casemiro mætti og skoraði fyrsta mark leiksins.

„Það var gaman að rekja boltann og senda frábæra fyrirgjöf. Það voru margir inn á teignum og þeir hljóta að hafa treyst mér til að senda. Þetta var góð tilfinning og frábær skalli," sagði Maguire.

„Öll pressan er á okkur, allir búast við því að við komumst í úrslit svo við þurfum að undirbúa okkur eins fyrir næsta fimmtudag. Þetta var frábært kvöld, komnir með annan fótinn í úrslit en þetta er ekki búið."
Athugasemdir
banner
banner