Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sextán leikmenn Vasco með veiruna - Restin æfði í dag
Mynd: Getty Images
Ástandið vegna Covid-19 er einkar slæmt í Brasilíu um þessar mundir þar sem tilkynnt hefur verið um 10-25 þúsund ný smit á dag síðustu tvær vikur.

Líkt og annars staðar í heiminum eru atvinnumenn í knattspyrnu prófaðir við kórónuveirunni og hefur Marcos Teixeira, yfirlæknir hjá Vasco da Gama, staðfest sextán leikmenn liðsins eru með veiruna.

„Þrír voru með veiruna en eru búnir að ná sér aftur. Sextán eru með veiruna og verða í einangrun þar til þeir geta ekki smitað frá sér lengur," sagði Teixeira.

„Það er erfitt að koma í veg fyrir smit því flestir eru einkennalausir. 95% af smituðum leikmönnum okkar eru án einkenna."

Þeir sem ekki eru með veiruna voru skikkaðir til að mæta á liðsæfingu í dag, þar sem allir voru prófaðir aftur.

Vasco er eitt af þeim félögum sem óttast efnahagsáhrif Covid-19 hvað mest.
Stjórnendur félagsins verið að þrýsta á yfirvöld til að gefa grænt ljós á að hefja fótboltatímabilið þrátt fyrir ástandið.
Athugasemdir
banner
banner
banner