fös 01. júlí 2022 15:08
Brynjar Ingi Erluson
Salah gerir nýjan langtímasamning við Liverpool (Staðfest)
Mohamed Salah verður áfram hjá Liverpool
Mohamed Salah verður áfram hjá Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah gerði í dag langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Þessi þrítugi leikmaður hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar frá því hann kom frá Roma fyrir fimm árum og skorað 118 mörk í 180 deildarleikjum.

Samningur hans við félagið átti að renna út á næsta ári en félagið hefur verið í viðræðum við hann síðasta árið.

Stuðningsmenn voru farnir að óttast það versta, að hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu á næsta ári. Umboðsmaður hans sendi frá sér færslu á Twitter fyrr í dag þar sem hann birti hláturs-lyndistákn og voru margir ósáttir með það.

Bjuggust þá flestir við að það væru skilaboð um að Salah væri á förum en svo er aldeilis ekki.

Salah hefur nú gert nýjan langtímasamning við Liverpool en lengd samningsins kemur ekki fram. Hann verður launahæsti leikmaður í sögu félagsins með 350 þúsund pund í vikulaun.

„Mér líður frábærlega og ég er spenntur að vinna fleiri titla með félaginu. Þetta er gleðilegur dagur fyrir alla. Þetta tekur allt sinn tíma að ganga frá samningum en nú er allt klár og nú viljum við bara einbeita okkur að framtíðinni," sagði Salah.

„Þú getur séð það á síðustu fimm eða sex árum að liðið er alltaf á uppleið. Við vorum nálægt því að vinna fjórar keppnir á síðasta tímabili, en tvær þeirra töpuðust í síðustu viku leiktíðarinnar."

„Við erum í góðri stöðu til að berjast um alla titla. Við erum búnir að fá nýja leikmenn inn og nú þurfum við að halda áfram að leggja hart að okkur og hafa góða sýn á þetta, vera jákvæðir og reyna aftur."



Athugasemdir
banner
banner
banner