Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   sun 01. október 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng byrjaður að æfa með Bayern
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er þegar byrjaður að æfa með Þýskalandsmeisturum FC Bayern en á eftir að skrifa undir samning við félagið.

Boateng er 35 ára gamall og hefur verið samningslaus síðan í sumar, eftir að hafa spilað 35 leiki á tveimur árum hjá Lyon í Frakklandi.

Boateng spilaði 364 leiki fyrir Bayern áður en hann skipti yfir til Lyon á frjálsri sölu, auk þess að spila 76 landsleiki Þýskalandi.

Hann vann allt mögulegt á tíma sínum hjá Bayern, auk þess að verða heimsmeistari með Þýskalandi.

Boateng er fenginn til að hjálpa Bayern í ljósi meiðslavandræða í varnarlínunni, þar sem Matthijs de Ligt var að meiðast. Þá eru aðeins tveir heilir miðverðir eftir í hóp hjá Bayern, þeir Dayot Upamecano og Kim Min-jae.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner