Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fös 01. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Venezia heimsækir meistarana
Sjö leikir fara fram í 11. umferð Seríu A á Ítalíu um helgina.

Á morgun mætast Bologna og Lecce klukkan 14:00. Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce en ekkert komið við sögu á tímabilinu.

Udinese tekur á móti Juventus klukkan 17:00 og þá mætast Monza og AC Milan í lokaleik laugardagsins.

Á sunnudag fá lærisveinar Antonio Conte í Napoli ágætis áskorun er Evrópudeildarmeistarar Atalanta koma í heimsókn. Torino spilar þá við Fiorentina, en Albert Guðmundsson er áfram fjarverandi hjá Flórensarliðinu.

Verona spilar við Roma og þá mun Íslendingalið Venezia heimsækja Ítalíumeistara Inter á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í síðasta leik helgarinnar.

Laugardagur:
14:00 Bologna - Lecce
17:00 Udinese - Juventus
19:45 Monza - Milan

Sunnudagur:
11:30 Napoli - Atalanta
14:00 Torino - Fiorentina
17:00 Verona - Roma
19:45 Inter - Venezia
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
6 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
7 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
8 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
9 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
10 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
11 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
12 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
17 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir
banner