Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 01. nóvember 2024 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sameinast stjörnutríóið hjá Barcelona í Miami?
Mynd: Getty Images

Bandaríski miðillin Wall Street Journal, heldur því fram að Neymar hafi fjárfest í jörð í Miami. Í kjölfarið hefur orðrómur farið af stað um að hann ætli að skrifa undir hjá Inter Miami á næsta ári.


Inter Miami er stjörnum prýtt lið en fyrrum félagar Neymar hjá Barcelona, Lionel Messi, Luis Suarez, Jordi Alba og Sergio Busquets, eru leikmenn liðsins.

Messi, Suarez og Neymar mynduðu eina bestu sóknarlínu sögunnar hjá Barcelona frá 2014-2017. Tata Martino, þjálfari Inter Miami, tjáði sig um orðróminn.

„Eru allir sem kaupa hús í Miami að koma? Með Leo og alla hérna er allt hægt. En ég veit ekki hvernig það er hægt að fá hann ef deildin gerir launamálin ekki sveigjanlegri," sagði Martino.

Inter Miami mætir Atlanta United í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku deildinni. Iinter vann fyrsta leikinn en það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram.


Athugasemdir
banner
banner