Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 01. desember 2022 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Japan stóð uppi sem sigurvegari í E-riðli - Þýskaland úr leik
Það er stuð í Japan!
Það er stuð í Japan!
Mynd: EPA
Kai Havertz svekktur.
Kai Havertz svekktur.
Mynd: Getty Images
Japan 2 - 1 Spánn
0-1 Alvaro Morata ('11 )
1-1 Ritsu Doan ('48 )
2-1 Ao Tanaka ('51 )

Kosta Ríka 2 - 4 Þýskaland
0-1 Serge Gnabry ('10 )
1-1 Yeltsin Tejeda ('58 )
1-2 Manuel Neuer ('70 , sjálfsmark)
2-2 Kai Havertz ('73 )
2-3 Kai Havertz ('85 )
2-4 Niclas Fullkrug ('89 )

Ótrúlegri lokaumferð í E-riðli á HM var að ljúka en Japan stendur uppi sem sigurvegari í riðlinum og Spánverjar fylgja þeim í útsláttakeppnina.

Þýskaland situr eftir með sárt ennið.

Útlitið var gott fyrir stóru þjóðirnar í hálfleik þar sem Þýskaland var yfir gegn Kosta Ríka og Spánn yfir gegn Japan, sem þýddi að báðar þjóðir voru á leið í útsláttakeppnina.

Eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik var Japan komið með forystu sem var ansi vont fyrir Þýskaland sem hefði þá þurft að vinna með sjö marka mun.

Kosta Ríka komst í forystu en Kai Havertz kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk og kom Þýskalandi í 3-2. Niclas Fullkrug kom einnig inná sem varamaður og hann skoraði fjórða markið.

Nær komust Þjóðverjar ekki og Japan vann Spánverja.

Lokastaða E-riðils:
1. Japan 6 stig (Markatala +1)
2. Spánn 4 stig (+6)
3. Þýskaland 4 stig (+1)
4. Kosta Ríka 3 stig (-7)


Athugasemdir
banner