Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. desember 2022 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verstu andstæðingar Þjóðverja eru Þjóðverjar"
Thomas Muller
Thomas Muller
Mynd: EPA

Þýskaland er með 1-0 forystu í hálfleik gegn Kosta Ríka en liðið hefur ekki verið sannfærandi í leiknum.


Arnar Gunnlaugsson sérfræðingur á Rúv var alls ekki hrifinn af leik liðsins í fyrri hálfleik.

„Verstu andstæðingar Þjóðverja eru Þjóðverjar sjálfir. Hansi Flick er núna að froðufella í búningsklefanum, hann er brjálaður. Það er engin einbeiting, þeir eru að henda þessu frá sér. Kosta Ríka er búið að fá betri færi, besta færið í leiknum. Ef þeir ætla sér eitthvað á þessu móti verða þeir að geta haldið einbeitingu í 45 mínútur svo 90 mínútur," sagði Arnar.

Heimir Hallgrímsson tók undir það en hann hefði viljað sjá Niclas Fullkrug fá traustið og byrja leikinn.

„Það vantar markagráðugan leikmann sem er tilbúinn til að taka fráköst og tilbúinn að hlaupa á þann stað sem boltinn dettur. Þeir eru að spila með Muller í þessu svæði. Hann er meira að peppa alla i kringum sig og hlaupa í varnarleik í staðin fyrir að skora mörk," sagði Heimir.


Athugasemdir
banner
banner
banner