Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Henti smápening í Tadic - PSV biðst afsökunar
Dusan Tadic.
Dusan Tadic.
Mynd: Getty Images
PSV Eindhoven hefur sent Ajax afsökunarbeiðni eftir að stuðningsmaður liðsins henti smápening í Dusan Tadic eftir leik liðanna á sunnudag.

Tadic jafnaði 1-1 í viðbótartíma í leiknum á sunnudag en úrslitin þýða að Ajax er ennþá með sex stiga forskot á PSV á toppnum.

Denzel Dumfries fékk vítaspyrnuna á sig en boltinn fór í höndina á honum. Tadic skoraði úr spyrnunni og fagnaði markinu síðan fyrir framan Dumfires. Tadic og Dumfries rifust einnig mikið á vellinum eftir leik.

Þegar Tadic var að labba út í rútu Ajax eftir leikinn var smápening hent í hann.

Þrír aðilar voru handteknir vegna málsins og PSV hefur beðið Ajax afsökunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner