Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 02. mars 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mist mætt aftur til Grindavíkur (Staðfest)
Mist Smáradóttir (t.v.)
Mist Smáradóttir (t.v.)
Mynd: Grindavík

Mist Smáradóttir er gengin til liðs við Grindavík frá Stjörnunni á láni fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni.


Mist er fædd árið 2005 og getur leyst bæði stöðu bakvarðar og vængmanns. Hún var einnig á láni hjá Grindvíkingum síðasta sumar en lék aðeins 10 leiki sökum meiðsla.

„Ég er virkilega ánægður með að hafa fengið Mist aftur til liðs við okkur og lagði ég mikla áherslu á það í vetur. Hún kemur til með að styrkja okkar lið í sumar,” segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari meistaraflokks Grindavíkur.

Grindavík hafnaði í 6. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner