Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. apríl 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola og Haaland sagðir fara til Englands í dag
Mynd: Getty Images
Mino Raiola og Alf-Inge Haaland hafa verið að ferðast saman undanfarna daga. Þeir byrjuðu í Þýskalandi þar sem þeir ræddu við stjórnendur Borussia Dortmund um framtíð Erling Braut Haaland.

Í kjölfarið flugu þeir til Spánar þar sem þeir hittu stjórnendur hjá Barcelona og Real Madrid. Félögin eru bæði áhugasöm um að tryggja sér þjónustu norska ungstirnisins.

Nú segja spænskir fjölmiðlar að leið Raiola og Haaland liggi til Englands, þar sem þeir munu hitta stjórnendur Chelsea, Manchester City, Manchester United og Liverpool.

Þeir munu þá hafa talað við öll helstu félög Evrópu að undanskildum FC Bayern, Juventus og kannski Inter og Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner